Leita í fréttum mbl.is

Prunotto Barbaresco 2000

Leður, tóbak og sveit. Mjúk meðalfylling og langt eftirbragð með tjörukeim. Áfengt og fremur þurrt, örlítið stamt, sýra í meðallagi, eik ekki áberandi, sprittið kemur soldið í gegn, en allt í góðu jafnvægi. Ávöxtur ógreinilegur og fjólurnar sem maður vonast til að finna í svona víni hafa sennilega verið gefnar öðrum. Hvorki bragðsterkt né öflugt, en þokkafullt og glóðin sem það skilur eftir í munni lyftir því um þrep. Kostar 2790 kr. í Ríkinu.

 Rauðvín, Ítalía, Piemonte-hérað, Barbaresco-svæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggið

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband