29.4.2007 | 15:43
Prunotto Barbaresco 2000
Leður, tóbak og sveit. Mjúk meðalfylling og langt eftirbragð með tjörukeim. Áfengt og fremur þurrt, örlítið stamt, sýra í meðallagi, eik ekki áberandi, sprittið kemur soldið í gegn, en allt í góðu jafnvægi. Ávöxtur ógreinilegur og fjólurnar sem maður vonast til að finna í svona víni hafa sennilega verið gefnar öðrum. Hvorki bragðsterkt né öflugt, en þokkafullt og glóðin sem það skilur eftir í munni lyftir því um þrep. Kostar 2790 kr. í Ríkinu.
Rauðvín, Ítalía, Piemonte-hérað, Barbaresco-svæði.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 5.5.2007 kl. 12:42 | Facebook
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.