1.5.2007 | 21:25
Mourgues du Grès Terre d'Argence 2004
Krækiber, lyng, kryddjurtir, tjara, pipar. Mikil og mjúk fylling en samt heitt og kryddað eftirbragð. Áfengt, þykkt, dáldið sætt, smá stemma, örlar á beiskju í ætt við krækiberjahrat, góð sýra, virkar lítið eikað þótt tjörukeimurinn bendi til annars, sprittið kemur í gegn, matarleg uppbygging, fínt jafnvægi. Kostar 1900 kr. í Rikinu. Góð kaup. - Sem sagt: Suðurfrönsk sveitasæla. Af hverju búum við hér?
Rauðvín, Frakkland, Languedoc-hérað, Costières de Nimes-svæði
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 5.5.2007 kl. 16:19 | Facebook
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.