5.5.2007 | 23:16
Château Greysac 2003
Enginn aristókrat, en gildur Borðeyrarbóndi og góður fulltrúi fyrir sína sveit. Tjara, lakkrís, gúmmí, brennisteinn, kirsuber(?), sólber(?), alla vega dökk ber, ósultuð, en frekar dauf. Tæp meðalfylling, mjúk, hvelfist yfir alla tunguna, tiltölulega langt eftirbragð með tjörukeim og jarðartónum. Hæfilega sætt, sýra með minna móti enda heitt þetta sumar, örlar á einhverri beiskju, eins og úr berjahrati eða apótekaralakkrís, tannín nokkuð þroskuð og mjúk en samt smá stemma. Tjaran, brennisteinninn, beiskjan og sýruskorturinn valda dálitlu ójafnvægi í byrjun, en allt eru þetta eðlileg blæbrigði og vínið vex við að standa og venst vel á tungu. Tilbúið til drykkju. Stóð sig vel með lambakjöti og ætti líka að passa með nautakjöti og dökku fuglakjöti. Miðað við verð er þetta merkilega gott vín sem tekur ekki ofan fyrir neinum verksmiðjuframleiðendum úr nýja heiminum. Kostar 1550 kr í Ríkinu.
Rauðvín, Frakkland, Bordeaux-hérað, Médoc-svæði, flokkun: Cru Bourgeois Supérieur.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 6.5.2007 kl. 08:53 | Facebook
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.