10.5.2007 | 15:19
Guelbenzu Lombana 2005
Kirsuber, leður, tóbak og nýtt hey er það fyrsta sem kemur í hugann. Hefur göngulag eins og bóndi frá Rioja en fötin eru örugglega úr Zara. Passar með grilluðu lambi, júróvisjón og kosningum um helgina. Bragðsterkt, með miklu berjabragði, sem ennþá er dáldið hrátt eins og af nýrri saft. Langt eftirbragð með jarðartónum og dökkum pipar. Meðalfylling, mjúk en samt örlítið krydduð. Góð sýra, smá stemma, greinileg eik, en ekki yfirþyrmandi, engin vanilla, gott jafnvægi. Kostar 2.490 kr í Ríkinu.
Rauðvín, Spánn, Aragón-hérað, Ribera del Queiles-svæði, flokkun: Vino de la Tierra, þrúgur: 27% graciano, 24% tempranillo, 20% syrah, 15% merlot, 14% cabernet sauvignon, þroskun: frönsk og amerísk eik til helminga í 10 mánuði, frekari upplýsingar: www.guelbenzu.es
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 11.5.2007 kl. 19:22 | Facebook
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.