Leita í fréttum mbl.is

D'Arenberg Hermit Crab 2004

Apríkósur, rjómakaramellur og smá rabbabari og hvannarrót. Góð fylling og eftirbragð, áfengt og dáldið feitt, merkjanlegur beiskjublær, en mjög gott jafnvægi milli sýru, sætu og beiskju. Smellpassar með krabbakjöti, gott með humri í hvítlaukssmjöri, gengur þokklega með með skötusel og smokkfiski í mildri karrísósu (en stendur þar ekki Alsace gewürztraminer á sporði), passar alls ekki með gufusoðnum aspas (með honum þarf víst sauvignon blanc). Mjög gott hvítvín, franskur uppruni, áströlsk útfærsla, kostar 1600 kr í Ríkinu, góð kaup.

Hvítvín, Suður-Ástralía, McLaren-dalur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg hjá þér - ég bíð spenntur eftir fleiri færslum!

Arnar (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggið

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband