Leita í fréttum mbl.is

Château Suduiraut Sauternes 2002

Glćsilegt og fjölhćft eftirréttavín. Bitter appelsínumarmelađi, apríkósur, hunang, og beiskir eplasteinar. Bragđsterkt, höfugt, ţykkt, mikil fylling og langt eftirbragđ. Ađ sjálfsögđu mjög sćtt, en beiskjan og ţokkaleg sýra vinna vel á móti og lyfta ţví um margar hćđir. Frábćrt međ köldu, frísku, sýrumiklu ávaxtasalati t.d. úr eplum, appelsínum og perum og ekki skađar ađ hafa sítrónufrómas međ. Smellpassar líka međ gćsa- og andalifrarkćfu og rocquefort-osti. Algjört nammivín fyrir nammigrísi og hinir lyfta brúnum og brosa líka. Dýrt, kostar 5.190 kr í Ríkinu, en hér er um ađ rćđa einn af risunum í franskri víngerđ, geymist vel í ísskáp.

Sćtt hvítvín, Frakkland, Bordeaux-hérađ, Sauternes-svćđi, flokkun: Premier Cru Classé  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband