28.7.2007 | 23:37
Baron de Ley Gran Reserva 1996
Dökkur ávöxtur, apótekaralakkrís, hrakiđ hey, tóbak, eik, brennisteinn, reykur og örlítill keimur af viđarolíu og leđri. Bragđstyrkur í tćpu međallagi og tunnan (lakkrís, eikarspýta) skyggir dáldiđ á ávöxtinn í byrjun, en venst vel á tungu. Međalfylling, tiltölulega langt eftirbragđ međ lakkrís, hlöđu og reyk og jafnvel ţurrkuđum apríkósum, silkimjúkt. Ţurrt, sýra í tćpu međallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragđ og bygging ágćtu jafnvćgi ţó nokkuđ skorti á ávöxt og sýru. Hefur gott af ţví ađ standa, jafnvćgiđ batnar og elegansinn kemur betur fram. Nokkuđ gott matarvín, en fremur milt bragđiđ og og tćp sýran ţola ekki mjög sterkan mat eđa feitar sósur. Prófađ međ fitusprengdu nautakjöti, einfaldri nautakraftssósu, bökuđum kartöflum og steikri papriku og stóđ sig bara vel. Flott vín, kostar 2090 kr. í Ríkinu, góđ kaup.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.