Leita í fréttum mbl.is

Cúmaro Riserva 2004

Cúmaro Riserva 2004 er ferskt, ávaxtaríkt, mjúkt og svo ţokkafullt ţrátt fyrir ungan aldur ađ ţađ minnir einna helst á rándýr Bordeaux-vín á svipuđum aldri. Hráefniđ (montepulciano-ţrúgan) og heimasveitin rétt fyrir sunnan Ancona á Adríahafsströnd Ítalíu gefur yfirleitt ekki af sér svona flottan safa. Galdurinn liggur í metnađarfullu nostri framleiđandans Umani Ronchi viđ berjarunnana og tunnurnar í kjallaranum. Kirsuber og vanilla eru mest áberandi í bragđinu en hindber og örlítill lakkrís og eik er líka til stađar. Bragđiđ er hvorki fjölţćtt né flókiđ en mjög heilsteypt og jafnvćgiđ milli tunnu og ávaxtar er nánast fullkomiđ. Međalfylling, dauf tannísk slikja og nokkuđ langt eftirbragđ međ daufum hindberja-, lakkrís- og reykjareimi. Hćfilega ţurrt og sýra í međallagi. Ákaflega vel gert og nútímalegt vín, mjög ólíkt rioja-eđalvínunum sem ég hef veriđ ađ mćra ađ undanförnu. Ágćtt matarvín held ég af ţví ađ ţegar mađur drekkur ţađ eitt og sér hvarflar hugurinn í sífellu til ítalskra rétta sem manni langar ađ búa til en kann ekki. Góđ kaup, kostar 2.590 í Ríkinu.

Rauđvín, Ítalía, Marche-hérađ, Rosso Conero-svćđi, flokkun: DOCG

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband