17.12.2007 | 00:31
Delas Hermitage Marquise de la Tourette 2000
Dimmur og dæmalaust góður Hermitage fyrir jólasteikina á viðráðanlegu verði. Þroskuð skógarber, bæði rauð og dökk, og plómur eða sveskjur, svartur pipar, kjöt og reykur. Ekkert lyng. Rauðu berin eru mest áberandi í byrjun og þá bregður líka fyrir beikon- og barbekjúkeim, svo færist dimman yfir, krækiber, brómber, blek. Heilsteypt. Bragðstyrkur í meðallagi, ávöxturinn ennþá nokkuð ferskur, tunnan á bakvið tjöldin, hér er enginn áberandi lakkrís, tjara eða vanilla. Þokkaleg sýra, mjúk tannínin á útleið, hæfileg sæta og beiskja og áfengismagnið bara 13% guðisélof en ekki hálfa leið uppí púrtvínsstyrk eins og tíðkast á sumum nýbýlunum. Meðalfylling, silkimjúkt, langt eftirbragð. Best borið fram í kaldara lagi beint úr nýupptekinni flösku, þolir ekki umhellingu eða að standa lengi í opinni flösku eða glasi, þá gufar elegansinn upp. Hellið bara varlega því vínið er ósíað og töluvert botnfall í flöskunni. Stóð sig vel með andabringu og ætti að henta vel fyrir alla villibráð. Dýrt en samt góð kaup, enginn vínáhugamaður getur látið Hermitage ósmakkað, þessi er ósvikinn, kostar 4.690,- kr í Ríkinu.
Rauðvín, Frakkland, Rónardalur, Hermitage-svæði
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.