Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007
17.12.2007 | 00:31
Delas Hermitage Marquise de la Tourette 2000
Dimmur og dćmalaust góđur Hermitage fyrir jólasteikina á viđráđanlegu verđi. Ţroskuđ skógarber, bćđi rauđ og dökk, og plómur eđa sveskjur, svartur pipar, kjöt og reykur. Ekkert lyng. Rauđu berin eru mest áberandi í byrjun og ţá bregđur líka fyrir beikon- og barbekjúkeim, svo fćrist dimman yfir, krćkiber, brómber, blek. Heilsteypt. Bragđstyrkur í međallagi, ávöxturinn ennţá nokkuđ ferskur, tunnan á bakviđ tjöldin, hér er enginn áberandi lakkrís, tjara eđa vanilla. Ţokkaleg sýra, mjúk tannínin á útleiđ, hćfileg sćta og beiskja og áfengismagniđ bara 13% guđisélof en ekki hálfa leiđ uppí púrtvínsstyrk eins og tíđkast á sumum nýbýlunum. Međalfylling, silkimjúkt, langt eftirbragđ. Best boriđ fram í kaldara lagi beint úr nýupptekinni flösku, ţolir ekki umhellingu eđa ađ standa lengi í opinni flösku eđa glasi, ţá gufar elegansinn upp. Helliđ bara varlega ţví víniđ er ósíađ og töluvert botnfall í flöskunni. Stóđ sig vel međ andabringu og ćtti ađ henta vel fyrir alla villibráđ. Dýrt en samt góđ kaup, enginn vínáhugamađur getur látiđ Hermitage ósmakkađ, ţessi er ósvikinn, kostar 4.690,- kr í Ríkinu.
Rauđvín, Frakkland, Rónardalur, Hermitage-svćđi
Um bloggiđ
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar