Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Prunotto Barbaresco 2000

Leður, tóbak og sveit. Mjúk meðalfylling og langt eftirbragð með tjörukeim. Áfengt og fremur þurrt, örlítið stamt, sýra í meðallagi, eik ekki áberandi, sprittið kemur soldið í gegn, en allt í góðu jafnvægi. Ávöxtur ógreinilegur og fjólurnar sem maður vonast til að finna í svona víni hafa sennilega verið gefnar öðrum. Hvorki bragðsterkt né öflugt, en þokkafullt og glóðin sem það skilur eftir í munni lyftir því um þrep. Kostar 2790 kr. í Ríkinu.

 Rauðvín, Ítalía, Piemonte-hérað, Barbaresco-svæði.


Tommasi Ripasso 2004

Kirsuber, leður og fjós. Frekar bragðsterkt, áberandi beiskjublær örlar á sætu, ákveðin sýra, mjúk tannín, ennþá dálítið stamt, en í heildina í góðu jafnvægi. Meðalfylling, góður eftirkeimur. Tilbúið til drykkju þrátt fyrir ungan aldur, ætti samt að þola nokkur ár í viðbót. Beiskjan og sýran vinna vel með mat, mér dettur í hug speltpizza með geitosti og hvílauk, en ætti líka að geðjast þeim sem fíla gráðost, brauðsúpu og skötu. Líka fínt sem nammivín, ekki þó á sólpallinn, frekar í lágvært spjall í veiðkofanum eftir kalsadag í sjóbirtingi. Með betri kaupum í Ríkinu, kostar 1850 kr.

Rauðvín, Ítalía, Veneto-hérað, Valpolicella Classico-svæði    


Châteauneuf-du-Pape La Bernadine 2004

Krækiberja- og lyngtónar og tjöru- eða lakkrískeimur. Góð fylling og langt, örlítið kryddað eftirbragð. Smellpassar með íslensku lambi elduðu með miklum hvítlauk og kryddjurtum. Gengur líka vel með ólífu-hvítlaukssnakki og þroskuðum, hörðum ostum. Áfengt, fremur þurrt, sýruríkt og passlega beiskt og hefur þessvegna góða beinabyggingu, en er ennþá of stamt og vantar margslunginn fínleika sem bara fæst með margra ára íhugun í dimmri geymslu. Mæli með umhellingu ef drekka á með mat. Kostar 3.290 kr í Ríkinu.

Rauðvín, Frakkland,  Rhône-dalur, Cháteauneuf-du-Pape svæði.

 


Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggið

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband