Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007
14.8.2007 | 23:49
Rosemount Cabernet Sauvignon Show Reserve 1999
Coonawarra-svćđiđ í Suđur-Ástralíu er frćgt fyrir ađ gefa af sér góđ rauđvín úr Cabernet Sauvignon-ţrúgunni. Svćđiđ er 15 kílómetra langur og kílómetersbreiđur lágur kalksteinsás hulinn rauđum, járnríkum jarđvegi. Góđar vonir voru bundnar viđ 1999 árganginn, hrávínin voru litsterk, bragđmikil, međ dökkan ţroskađan ávöxt, og ţétt og mjúk tannín, góđa sýru og fremur mikiđ áfengismagn. Hér var kominn árgangur sem átti ađ vera ţess virđi ađ ţroska lengi í dimmum kjallara.....Popp! Nú eru liđin 8 ár og komin tími til ađ tékka á ţessu. Liturinn er orđinn múrsteinsrauđur. Bragđiđ frekar sterkt og margslungiđ og vel saman runniđ: Ţroskuđ sólber, leđur, dökkt súkkulađi og sveppir og fínlegur keimur af lakkrís, fjólum, appelsínum og reyk (eins og af grasi á báli). Gott jafnvćgi milli tunnu og ávaxtar. Örlítiđ sćtt, sýra í tćpu međallagi, engin beiskja. Tćp međalfylling, mjúkt, en hvorki ţykkt né höfugt. Međallangt eftirbragđ. Komiđ ađeins fram yfir hámark, ávöxtur og fylling farin ađ dofna, en bragđiđ orđiđ flóknara og jafnvćgiđ betra. Frekar nammivín en matarvín finnst mér. Prófađi ţađ međ rocquefort-osti sem var innan seilingar og ţótti gott. Sennilega vegna ţess ađ ţađ er ákveđinn sveppakeimur af víninu líka. Merkilegast ţótti mér ţó dimmrautt botnfalliđ flöskunni og brákin sem líkist helst mýrarrauđa á hálftómu glasi daginn eftir. Járniđ í rauđu moldinni í Coonawarra hafđi fylgt víninu alla leiđ. Mjög gott, ber aldurinn međ reisn. Kostar 2.200 kr. í Ríkinu, góđ kaup.
Rauđvín, Suđur-Ástralía, Coonawarra-svćđi
9.8.2007 | 23:18
Cúmaro Riserva 2004
Cúmaro Riserva 2004 er ferskt, ávaxtaríkt, mjúkt og svo ţokkafullt ţrátt fyrir ungan aldur ađ ţađ minnir einna helst á rándýr Bordeaux-vín á svipuđum aldri. Hráefniđ (montepulciano-ţrúgan) og heimasveitin rétt fyrir sunnan Ancona á Adríahafsströnd Ítalíu gefur yfirleitt ekki af sér svona flottan safa. Galdurinn liggur í metnađarfullu nostri framleiđandans Umani Ronchi viđ berjarunnana og tunnurnar í kjallaranum. Kirsuber og vanilla eru mest áberandi í bragđinu en hindber og örlítill lakkrís og eik er líka til stađar. Bragđiđ er hvorki fjölţćtt né flókiđ en mjög heilsteypt og jafnvćgiđ milli tunnu og ávaxtar er nánast fullkomiđ. Međalfylling, dauf tannísk slikja og nokkuđ langt eftirbragđ međ daufum hindberja-, lakkrís- og reykjareimi. Hćfilega ţurrt og sýra í međallagi. Ákaflega vel gert og nútímalegt vín, mjög ólíkt rioja-eđalvínunum sem ég hef veriđ ađ mćra ađ undanförnu. Ágćtt matarvín held ég af ţví ađ ţegar mađur drekkur ţađ eitt og sér hvarflar hugurinn í sífellu til ítalskra rétta sem manni langar ađ búa til en kann ekki. Góđ kaup, kostar 2.590 í Ríkinu.
Rauđvín, Ítalía, Marche-hérađ, Rosso Conero-svćđi, flokkun: DOCG
Matur og drykkur | Breytt 13.8.2007 kl. 09:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar