Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
8.3.2008 | 00:34
Les Tourelles de Longueville 2004
Smakkaði þetta fyrst í kvöldverði hjá stórfyrirtæki í almannaeign. Fannst það grunsamlega gott og smekklega valið. Smellpassaði með lambafilletinu. Með humarsúpunni á undan hafði verið gott Chablis frá La Chablisienne. Ég hugsaði með mér að það væri eins gott að skattgreiðendur fréttu ekki hvað hið opinbera gerir vel við gesti sína.
Þá byrjar smakkið: Dökkur þroskaður berjaávöxtur, brómber, svört kirsuber, dimmir jarðartónar, lakkrís, brennd eldspýta, smá tóbak, leður, og reykur. Hér eru varla nokkur sólber eða súkkulaði, en kannski örlar aðeins á sveppum og jafnvel kartöfluremmu í lokin. Bragðstyrkur í meðallagi, ágætt jafnvægi í bragði en tunnan skyggir aðeins á ávöxtinn. Hæfilega þurrt, nægilega súrt til að styðja vel við mat, örlítið beiskt, tannín eru greinilega til staðar og styrkja beinabygginguna en eru samt mjúk og ekki áberandi, áfangismagni stillt í hóf en það gefur dálitla glóð án þess að skína í gegn. Meðalfylling, mjúkt, sæmilega langt.
Góður heildasvipur, ekki margslungið, en í góðu jafnvægi. Uppvöxturinn á vinstibakkanum leynir sé ekki þótt mikið hafi verið notað af hægribakkaþrúgunni Merlot þetta árið. Gott matarvín, frábært með lambi og hörðum ostum.
Kostar 2089 kr í Fríhöfninni, góð kaup. 2002 árgangurinn fæst í Ríkinu á 2990 kr og ætti ekki að vera síðri.
Rauðvín, Frakkland, Bordeaux-hérað, Pauillac-svæði
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar