Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
7.9.2008 | 21:40
Muga Reserva 2004
Kirsuber, appelsínur, sveppir, apótekaralakkrís, reykur. Tunnan stekari en ávöxturinn, bragðið heilsteypt og fágað. Hæfilega sætt, nægilega súrt til að styðja vel við mat. Örlítil beiskja sem tengist sveppa- og lakkrískeimnum og eflir vínið sem matarvín. Fremur áfengt en sprittið kemur ekki gegn nema allra fyrst. Tannín greinilega til staðar, dálítið þurrkandi án þess að vera ertandi. Sem sagt: Iso-vottað burðarvirki. Meðalfylling, nokkuð langt og mjúkt eftirbragð en ekki alveg laust við ertingu. Þokkafullt vín i góðu jafnvægi. Spánverjar eru snillingar í að þroska vín í tunnum og gætu ýmsir Borðeyrarbændur lært af þeim. Passar vel með grilluðu lambakjöti, pönnusteiktum kartöflum, papriku og sætum, hvítum lauk. Balsamik og edik drepur vínið svo það er best að sleppa salatinu. Drekkist svalt, byrjið í 15° og látið hitna undir borðhaldinu. Góð kaup, kostar 1749 kr í Fríhöfninni, 2003 árgangurinn fæst í Ríkinu á 2499 kr.
Rauðvín, Spánn, Rioja-hérað
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar