Leita í fréttum mbl.is

Castello di Querceto Chianti Classico 2005

Hefur góđan ávöxt, sveitakeim og beiskjublć og er ţví uppruna sínum trútt. Í međallagi bragđsterkt, kirsuber, dökkt súkkulađi og örlar á lakkrís. Hćfilega sýruríkt en töluvert stamt. Fylling og eftirbragđ í međallagi. Ungćđislegt og fremur hrátt enda varla tveggja vetra.  Ćtti ađ standa sig vel međ ítölskum réttum međ bökuđum hvítlauk og tómötum, en mćli međ ađ umhella kröftuglega og láta standa í tvo tíma fyrir mat. Vínnördar geta hins vegar haft gaman af ţví ađ finna hvernig tannísk slikjan dofnar hćgt og rólega í opinni flösku og glasi og ávöxtur og fylling verđur meiri. Kostar 1790 kr í Ríkinu. 

Rauđvín, Ítalía, Toscana-hérađ, Chianti Classico-svćđi


Quinta do Crasto 2004 Reserva

Ungt, ennţá nokkuđ hrátt, bragđsterkt, dökk ber, mikil fylling, langt eftirbragđ, dáldiđ nýjaheimslegt og ađeins of mikil vanilla fyrir minn smekk, en sýruríkt, tannískt, gott jafnvćgi, gott matarvín, ćtti ađ vaxa mikiđ viđ geymslu. Međ bestu portúgölsku vínum sem ég hef smakkađ, 2090 kr í Ríkinu, góđ kaup.

Rauđvín, Portúgal, Douro-dalur,


« Fyrri síđa

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband