17.6.2007 | 21:16
Chapoutier Saint-Joseph Deschants 2004
Rúbínrautt međ glćrri rönd. Ilmur af lyngi, lakkrís og rauđum ávöxtum. Frekar sterkt bragđ af rifsberjum, rabbarbara, lakkrís, lyngi og svörtum pipar, ávöxturinn ennţá frekar óţroskađur og saftkenndur. Sólbakađ síđdegi í suđurfrans. Međalfylling, mjúkt og ţokkalega langt eftirbragđ međ örlítiđ pipruđum lyng- og lakkrískeim. Sýran er í tćpu međallagi og dregur ţađ ađeins úr ferskleikanum, örlar á sćtu, stöm slikja, en tannín eru ţroskuđ og mjúk. Bragđstyrkurinn og ákveđiđ lakkrísbragđiđ gefur dimman og dáldiđ krefjandi blć. Gott matarvín. Passar ágćtlega međ jurtakrydduđum plokkfiski í tartalettum međ loki úr geitosti. Ágćtt líka međ beikoni og ólívum í hvítlauksolíu, en ţolir illa edik og balsamic. Tilbúiđ til drykkju en ţolir nokkur ár í viđbót. Kostar 2.490 kr í Ríkinu.
Rauđvín, Frakkland, Rhône-dalur, Saint-Joseph svćđi, á vesturbakka árinnar milli Mauves og Tournon og beint á móti Hermitage.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 21:14
Faustino I 1996
Svört kisrsuber, krćkiber, blautur hnakkur, píputóbak, heystabbi í útmánuđi, olíuborinn mahogniviđur... runniđ saman í eina heild sem minnir á menningarlegt sveitasetur eđa klaustur, jafnvel Flateyjarbók. Mikil fylling, langt eftirbragđ međ dimmum jarđartónum. Ţriggja ára geta vín veriđ fersk, frökk og falleg, en ţegar vel gerđ vín úr góđum árgangi eru farin ađ nálgast fermingaraldur verđur til eitthvađ nýtt sem lyftir ţeim í ćđra veldi. Ávöxtunarkrafa víniđnađarins otar ađ okkur alls kyns ungum tískuvínum. Ţađ getur veriđ skemmtilegt og tilbreytingarríkt, en viđ ćttum ekki ađ láta ţađ rugla okkur í ríminu og gleyma ţví hvađ ţroskuđ eđalvín eru fáguđ og góđ (vandinn er bara sá hvađ ţau eru fjandi dýr). Hugurinn hvaflar til Gunnars Gunnarsonar og Skriđuklausturs (ég man nú reyndar ekki hvort gamli mađurinn smakkađi ţađ yfirhöfuđ). Faustino I 1996 er ţví himnasending, Château Ausone á tilbođi í Bónus. Silkimjúkt, ţurrt, sýruríkt og ferskt. Međ ţessu víni ţarf ađ vanda valiđ á matnum. Ég mćli međ grilluđu frampartsfilleti (eđa eins og ameríkaniserađir kjötiđnađarmenn vorra daga segja: lamba rib eye. Hvar eru nú orđanefndirnar!?). Krydda vel međ sjávarsalti og nýmöluđum svörtum pipar og sleppa öllu öđru međlćti nema kannski smá flís af hvítlaukssmjöri. Besta vín sem ég hef smakkađ á árinu. Kostar 1990 í Ríkinu, frábćr kaup.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ, flokkun: Gran Reserva
Matur og drykkur | Breytt 30.5.2007 kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 11:44
Château Suduiraut Sauternes 2002
Glćsilegt og fjölhćft eftirréttavín. Bitter appelsínumarmelađi, apríkósur, hunang, og beiskir eplasteinar. Bragđsterkt, höfugt, ţykkt, mikil fylling og langt eftirbragđ. Ađ sjálfsögđu mjög sćtt, en beiskjan og ţokkaleg sýra vinna vel á móti og lyfta ţví um margar hćđir. Frábćrt međ köldu, frísku, sýrumiklu ávaxtasalati t.d. úr eplum, appelsínum og perum og ekki skađar ađ hafa sítrónufrómas međ. Smellpassar líka međ gćsa- og andalifrarkćfu og rocquefort-osti. Algjört nammivín fyrir nammigrísi og hinir lyfta brúnum og brosa líka. Dýrt, kostar 5.190 kr í Ríkinu, en hér er um ađ rćđa einn af risunum í franskri víngerđ, geymist vel í ísskáp.
Sćtt hvítvín, Frakkland, Bordeaux-hérađ, Sauternes-svćđi, flokkun: Premier Cru Classé
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 23:08
D'Arenberg Hermit Crab 2004
Apríkósur, rjómakaramellur og smá rabbabari og hvannarrót. Góđ fylling og eftirbragđ, áfengt og dáldiđ feitt, merkjanlegur beiskjublćr, en mjög gott jafnvćgi milli sýru, sćtu og beiskju. Smellpassar međ krabbakjöti, gott međ humri í hvítlaukssmjöri, gengur ţokklega međ međ skötusel og smokkfiski í mildri karrísósu (en stendur ţar ekki Alsace gewürztraminer á sporđi), passar alls ekki međ gufusođnum aspas (međ honum ţarf víst sauvignon blanc). Mjög gott hvítvín, franskur uppruni, áströlsk útfćrsla, kostar 1600 kr í Ríkinu, góđ kaup.
Hvítvín, Suđur-Ástralía, McLaren-dalur.
Matur og drykkur | Breytt 13.5.2007 kl. 14:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 15:19
Guelbenzu Lombana 2005
Kirsuber, leđur, tóbak og nýtt hey er ţađ fyrsta sem kemur í hugann. Hefur göngulag eins og bóndi frá Rioja en fötin eru örugglega úr Zara. Passar međ grilluđu lambi, júróvisjón og kosningum um helgina. Bragđsterkt, međ miklu berjabragđi, sem ennţá er dáldiđ hrátt eins og af nýrri saft. Langt eftirbragđ međ jarđartónum og dökkum pipar. Međalfylling, mjúk en samt örlítiđ krydduđ. Góđ sýra, smá stemma, greinileg eik, en ekki yfirţyrmandi, engin vanilla, gott jafnvćgi. Kostar 2.490 kr í Ríkinu.
Rauđvín, Spánn, Aragón-hérađ, Ribera del Queiles-svćđi, flokkun: Vino de la Tierra, ţrúgur: 27% graciano, 24% tempranillo, 20% syrah, 15% merlot, 14% cabernet sauvignon, ţroskun: frönsk og amerísk eik til helminga í 10 mánuđi, frekari upplýsingar: www.guelbenzu.es
Matur og drykkur | Breytt 11.5.2007 kl. 19:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 23:16
Château Greysac 2003
Enginn aristókrat, en gildur Borđeyrarbóndi og góđur fulltrúi fyrir sína sveit. Tjara, lakkrís, gúmmí, brennisteinn, kirsuber(?), sólber(?), alla vega dökk ber, ósultuđ, en frekar dauf. Tćp međalfylling, mjúk, hvelfist yfir alla tunguna, tiltölulega langt eftirbragđ međ tjörukeim og jarđartónum. Hćfilega sćtt, sýra međ minna móti enda heitt ţetta sumar, örlar á einhverri beiskju, eins og úr berjahrati eđa apótekaralakkrís, tannín nokkuđ ţroskuđ og mjúk en samt smá stemma. Tjaran, brennisteinninn, beiskjan og sýruskorturinn valda dálitlu ójafnvćgi í byrjun, en allt eru ţetta eđlileg blćbrigđi og víniđ vex viđ ađ standa og venst vel á tungu. Tilbúiđ til drykkju. Stóđ sig vel međ lambakjöti og ćtti líka ađ passa međ nautakjöti og dökku fuglakjöti. Miđađ viđ verđ er ţetta merkilega gott vín sem tekur ekki ofan fyrir neinum verksmiđjuframleiđendum úr nýja heiminum. Kostar 1550 kr í Ríkinu.
Rauđvín, Frakkland, Bordeaux-hérađ, Médoc-svćđi, flokkun: Cru Bourgeois Supérieur.
Matur og drykkur | Breytt 6.5.2007 kl. 08:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 21:25
Mourgues du Grčs Terre d'Argence 2004
Krćkiber, lyng, kryddjurtir, tjara, pipar. Mikil og mjúk fylling en samt heitt og kryddađ eftirbragđ. Áfengt, ţykkt, dáldiđ sćtt, smá stemma, örlar á beiskju í ćtt viđ krćkiberjahrat, góđ sýra, virkar lítiđ eikađ ţótt tjörukeimurinn bendi til annars, sprittiđ kemur í gegn, matarleg uppbygging, fínt jafnvćgi. Kostar 1900 kr. í Rikinu. Góđ kaup. - Sem sagt: Suđurfrönsk sveitasćla. Af hverju búum viđ hér?
Rauđvín, Frakkland, Languedoc-hérađ, Costičres de Nimes-svćđi
Matur og drykkur | Breytt 5.5.2007 kl. 16:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 15:43
Prunotto Barbaresco 2000
Leđur, tóbak og sveit. Mjúk međalfylling og langt eftirbragđ međ tjörukeim. Áfengt og fremur ţurrt, örlítiđ stamt, sýra í međallagi, eik ekki áberandi, sprittiđ kemur soldiđ í gegn, en allt í góđu jafnvćgi. Ávöxtur ógreinilegur og fjólurnar sem mađur vonast til ađ finna í svona víni hafa sennilega veriđ gefnar öđrum. Hvorki bragđsterkt né öflugt, en ţokkafullt og glóđin sem ţađ skilur eftir í munni lyftir ţví um ţrep. Kostar 2790 kr. í Ríkinu.
Rauđvín, Ítalía, Piemonte-hérađ, Barbaresco-svćđi.
Matur og drykkur | Breytt 5.5.2007 kl. 12:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 17:01
Tommasi Ripasso 2004
Kirsuber, leđur og fjós. Frekar bragđsterkt, áberandi beiskjublćr örlar á sćtu, ákveđin sýra, mjúk tannín, ennţá dálítiđ stamt, en í heildina í góđu jafnvćgi. Međalfylling, góđur eftirkeimur. Tilbúiđ til drykkju ţrátt fyrir ungan aldur, ćtti samt ađ ţola nokkur ár í viđbót. Beiskjan og sýran vinna vel međ mat, mér dettur í hug speltpizza međ geitosti og hvílauk, en ćtti líka ađ geđjast ţeim sem fíla gráđost, brauđsúpu og skötu. Líka fínt sem nammivín, ekki ţó á sólpallinn, frekar í lágvćrt spjall í veiđkofanum eftir kalsadag í sjóbirtingi. Međ betri kaupum í Ríkinu, kostar 1850 kr.
Rauđvín, Ítalía, Veneto-hérađ, Valpolicella Classico-svćđi
Matur og drykkur | Breytt 8.4.2007 kl. 16:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 22:19
Châteauneuf-du-Pape La Bernadine 2004
Krćkiberja- og lyngtónar og tjöru- eđa lakkrískeimur. Góđ fylling og langt, örlítiđ kryddađ eftirbragđ. Smellpassar međ íslensku lambi elduđu međ miklum hvítlauk og kryddjurtum. Gengur líka vel međ ólífu-hvítlaukssnakki og ţroskuđum, hörđum ostum. Áfengt, fremur ţurrt, sýruríkt og passlega beiskt og hefur ţessvegna góđa beinabyggingu, en er ennţá of stamt og vantar margslunginn fínleika sem bara fćst međ margra ára íhugun í dimmri geymslu. Mćli međ umhellingu ef drekka á međ mat. Kostar 3.290 kr í Ríkinu.
Rauđvín, Frakkland, Rhône-dalur, Cháteauneuf-du-Pape svćđi.
Matur og drykkur | Breytt 6.5.2007 kl. 09:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)