28.7.2007 | 23:41
Muriel Gran Reserva 1994
Dökkur ávöxtur, brennisteinn, apótekaralakkrís, tóbak, vanilla, gamalt hey, eik og þurrkaðar apríkósur. Frekar bragðstekt en ekki ávaxtaríkt, tunnubragðið (eikarspýta, vanilla, lakkrís) í forgrunni. Meðalfylling og tiltölulega langt eftirbragð með þurrkuðum apríkósum, gömlu heyi og reyk, mjúkt. Þurrt með stamri slikju, sýra í meðallagi. Jafnvægi ekki sérstaklega gott í byrjun, tunnan of áberandi í samanburði við ávöxt og ertir tunguna svipað og brennisteinn á brenndri eldspýtu, en jafnar sig við að standa í opinni flösku ca. 2 tíma og venst vel á tungu. Í fyrstu virðist þetta minna vín en Faustino I 1996, Coto de Imaz 1996 og Baron de Ley 1996, en þegar það hefur fengið að jafna sig koma fínlegri tónar eins og þurrkaðar apríkósur betur fram og það fer að örla á appelsínum og gömlum leðurmublum. Mjög gott vín, kostar 1990 í Ríkinu, góð kaup.
Rauðvín, Spánn, Rioja-hérað.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 29.7.2007 kl. 00:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.