28.7.2007 | 23:46
Marqués de Arienzo Gran Reserva 1996
Dökk, þroskuð ber, gamalt hey og lakkrís. Ávöxturinn farinn að dofna en tunnan ekki yfirskyggjandi. Frekar milt. Létt fylling, farið að mjókka á tungu, meðallangt eftirbragð með keim af þurrkuðum apríkósum. Þurrt, sýra í meðallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragð og bygging í nokkuð góðu jafnvægi, en komið af léttasta skeiði og minna vín en Faustino I 1996, Coto de Imaz 1996, Baron de Ley 1996 og Muriel 1996. Kostar 1890 í Ríkinu.
Rauðvín, Spánn, Rioja-hérað.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 29.7.2007 kl. 00:09 | Facebook
Um bloggið
Vín í Ríki og Fríhöfn
Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.