7.9.2008 | 21:40
Muga Reserva 2004
Kirsuber, appelsínur, sveppir, apótekaralakkrís, reykur. Tunnan stekari en ávöxturinn, bragđiđ heilsteypt og fágađ. Hćfilega sćtt, nćgilega súrt til ađ styđja vel viđ mat. Örlítil beiskja sem tengist sveppa- og lakkrískeimnum og eflir víniđ sem matarvín. Fremur áfengt en sprittiđ kemur ekki gegn nema allra fyrst. Tannín greinilega til stađar, dálítiđ ţurrkandi án ţess ađ vera ertandi. Sem sagt: Iso-vottađ burđarvirki. Međalfylling, nokkuđ langt og mjúkt eftirbragđ en ekki alveg laust viđ ertingu. Ţokkafullt vín i góđu jafnvćgi. Spánverjar eru snillingar í ađ ţroska vín í tunnum og gćtu ýmsir Borđeyrarbćndur lćrt af ţeim. Passar vel međ grilluđu lambakjöti, pönnusteiktum kartöflum, papriku og sćtum, hvítum lauk. Balsamik og edik drepur víniđ svo ţađ er best ađ sleppa salatinu. Drekkist svalt, byrjiđ í 15° og látiđ hitna undir borđhaldinu. Góđ kaup, kostar 1749 kr í Fríhöfninni, 2003 árgangurinn fćst í Ríkinu á 2499 kr.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 00:34
Les Tourelles de Longueville 2004
Smakkađi ţetta fyrst í kvöldverđi hjá stórfyrirtćki í almannaeign. Fannst ţađ grunsamlega gott og smekklega valiđ. Smellpassađi međ lambafilletinu. Međ humarsúpunni á undan hafđi veriđ gott Chablis frá La Chablisienne. Ég hugsađi međ mér ađ ţađ vćri eins gott ađ skattgreiđendur fréttu ekki hvađ hiđ opinbera gerir vel viđ gesti sína.
Ţá byrjar smakkiđ: Dökkur ţroskađur berjaávöxtur, brómber, svört kirsuber, dimmir jarđartónar, lakkrís, brennd eldspýta, smá tóbak, leđur, og reykur. Hér eru varla nokkur sólber eđa súkkulađi, en kannski örlar ađeins á sveppum og jafnvel kartöfluremmu í lokin. Bragđstyrkur í međallagi, ágćtt jafnvćgi í bragđi en tunnan skyggir ađeins á ávöxtinn. Hćfilega ţurrt, nćgilega súrt til ađ styđja vel viđ mat, örlítiđ beiskt, tannín eru greinilega til stađar og styrkja beinabygginguna en eru samt mjúk og ekki áberandi, áfangismagni stillt í hóf en ţađ gefur dálitla glóđ án ţess ađ skína í gegn. Međalfylling, mjúkt, sćmilega langt.
Góđur heildasvipur, ekki margslungiđ, en í góđu jafnvćgi. Uppvöxturinn á vinstibakkanum leynir sé ekki ţótt mikiđ hafi veriđ notađ af hćgribakkaţrúgunni Merlot ţetta áriđ. Gott matarvín, frábćrt međ lambi og hörđum ostum.
Kostar 2089 kr í Fríhöfninni, góđ kaup. 2002 árgangurinn fćst í Ríkinu á 2990 kr og ćtti ekki ađ vera síđri.
Rauđvín, Frakkland, Bordeaux-hérađ, Pauillac-svćđi
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 00:31
Delas Hermitage Marquise de la Tourette 2000
Dimmur og dćmalaust góđur Hermitage fyrir jólasteikina á viđráđanlegu verđi. Ţroskuđ skógarber, bćđi rauđ og dökk, og plómur eđa sveskjur, svartur pipar, kjöt og reykur. Ekkert lyng. Rauđu berin eru mest áberandi í byrjun og ţá bregđur líka fyrir beikon- og barbekjúkeim, svo fćrist dimman yfir, krćkiber, brómber, blek. Heilsteypt. Bragđstyrkur í međallagi, ávöxturinn ennţá nokkuđ ferskur, tunnan á bakviđ tjöldin, hér er enginn áberandi lakkrís, tjara eđa vanilla. Ţokkaleg sýra, mjúk tannínin á útleiđ, hćfileg sćta og beiskja og áfengismagniđ bara 13% guđisélof en ekki hálfa leiđ uppí púrtvínsstyrk eins og tíđkast á sumum nýbýlunum. Međalfylling, silkimjúkt, langt eftirbragđ. Best boriđ fram í kaldara lagi beint úr nýupptekinni flösku, ţolir ekki umhellingu eđa ađ standa lengi í opinni flösku eđa glasi, ţá gufar elegansinn upp. Helliđ bara varlega ţví víniđ er ósíađ og töluvert botnfall í flöskunni. Stóđ sig vel međ andabringu og ćtti ađ henta vel fyrir alla villibráđ. Dýrt en samt góđ kaup, enginn vínáhugamađur getur látiđ Hermitage ósmakkađ, ţessi er ósvikinn, kostar 4.690,- kr í Ríkinu.
Rauđvín, Frakkland, Rónardalur, Hermitage-svćđi
14.8.2007 | 23:49
Rosemount Cabernet Sauvignon Show Reserve 1999
Coonawarra-svćđiđ í Suđur-Ástralíu er frćgt fyrir ađ gefa af sér góđ rauđvín úr Cabernet Sauvignon-ţrúgunni. Svćđiđ er 15 kílómetra langur og kílómetersbreiđur lágur kalksteinsás hulinn rauđum, járnríkum jarđvegi. Góđar vonir voru bundnar viđ 1999 árganginn, hrávínin voru litsterk, bragđmikil, međ dökkan ţroskađan ávöxt, og ţétt og mjúk tannín, góđa sýru og fremur mikiđ áfengismagn. Hér var kominn árgangur sem átti ađ vera ţess virđi ađ ţroska lengi í dimmum kjallara.....Popp! Nú eru liđin 8 ár og komin tími til ađ tékka á ţessu. Liturinn er orđinn múrsteinsrauđur. Bragđiđ frekar sterkt og margslungiđ og vel saman runniđ: Ţroskuđ sólber, leđur, dökkt súkkulađi og sveppir og fínlegur keimur af lakkrís, fjólum, appelsínum og reyk (eins og af grasi á báli). Gott jafnvćgi milli tunnu og ávaxtar. Örlítiđ sćtt, sýra í tćpu međallagi, engin beiskja. Tćp međalfylling, mjúkt, en hvorki ţykkt né höfugt. Međallangt eftirbragđ. Komiđ ađeins fram yfir hámark, ávöxtur og fylling farin ađ dofna, en bragđiđ orđiđ flóknara og jafnvćgiđ betra. Frekar nammivín en matarvín finnst mér. Prófađi ţađ međ rocquefort-osti sem var innan seilingar og ţótti gott. Sennilega vegna ţess ađ ţađ er ákveđinn sveppakeimur af víninu líka. Merkilegast ţótti mér ţó dimmrautt botnfalliđ flöskunni og brákin sem líkist helst mýrarrauđa á hálftómu glasi daginn eftir. Járniđ í rauđu moldinni í Coonawarra hafđi fylgt víninu alla leiđ. Mjög gott, ber aldurinn međ reisn. Kostar 2.200 kr. í Ríkinu, góđ kaup.
Rauđvín, Suđur-Ástralía, Coonawarra-svćđi
9.8.2007 | 23:18
Cúmaro Riserva 2004
Cúmaro Riserva 2004 er ferskt, ávaxtaríkt, mjúkt og svo ţokkafullt ţrátt fyrir ungan aldur ađ ţađ minnir einna helst á rándýr Bordeaux-vín á svipuđum aldri. Hráefniđ (montepulciano-ţrúgan) og heimasveitin rétt fyrir sunnan Ancona á Adríahafsströnd Ítalíu gefur yfirleitt ekki af sér svona flottan safa. Galdurinn liggur í metnađarfullu nostri framleiđandans Umani Ronchi viđ berjarunnana og tunnurnar í kjallaranum. Kirsuber og vanilla eru mest áberandi í bragđinu en hindber og örlítill lakkrís og eik er líka til stađar. Bragđiđ er hvorki fjölţćtt né flókiđ en mjög heilsteypt og jafnvćgiđ milli tunnu og ávaxtar er nánast fullkomiđ. Međalfylling, dauf tannísk slikja og nokkuđ langt eftirbragđ međ daufum hindberja-, lakkrís- og reykjareimi. Hćfilega ţurrt og sýra í međallagi. Ákaflega vel gert og nútímalegt vín, mjög ólíkt rioja-eđalvínunum sem ég hef veriđ ađ mćra ađ undanförnu. Ágćtt matarvín held ég af ţví ađ ţegar mađur drekkur ţađ eitt og sér hvarflar hugurinn í sífellu til ítalskra rétta sem manni langar ađ búa til en kann ekki. Góđ kaup, kostar 2.590 í Ríkinu.
Rauđvín, Ítalía, Marche-hérađ, Rosso Conero-svćđi, flokkun: DOCG
Matur og drykkur | Breytt 13.8.2007 kl. 09:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 00:05
Gömul og góđ Riojavín
Hvar fć ég gömul, mjúk, ţroskuđ og fáguđ rauđvín međ áhugavert samsett bragđ, ágćta fyllingu, gott jafnvćgi og ţćgilegt, tiltölulega langt eftirbragđ? Svar: T.d. í Bordeaux, Búrgúndí eđa Piemonte fyrir 3 - 7 ţúsund kall, eđa í gamla, góđa Rioja-hérađinu fyrir ca. 2 ţúsund kall. Mér vitrađist ţetta ţegar ég opnađi flösku af Faustino I 1996 fyrir nokkrum vikum og ákvađ ţá ađ kanna fleiri vín af sama tagi. Niđurstađan er sú ađ ţađ séu einstaklega góđ kaup í Gran Reserva vínum frá Rioja af árgöngunum 1994, 1995 og 1996.
Ég mćli međ eftirfarandi vínum:
Njóta sín best fremur köld, 16-18°C og passa vel međ grilluđu lambakjöti eđa nautakjöti, en sósur og annađ međlćti verđur ađ vera einfalt, t.d. sveppir og paprika, ekki feitar sósur eđa salatsósur međ ediki eđa balsamic.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ, flokkun: Gran Reserva
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 23:46
Marqués de Arienzo Gran Reserva 1996
Dökk, ţroskuđ ber, gamalt hey og lakkrís. Ávöxturinn farinn ađ dofna en tunnan ekki yfirskyggjandi. Frekar milt. Létt fylling, fariđ ađ mjókka á tungu, međallangt eftirbragđ međ keim af ţurrkuđum apríkósum. Ţurrt, sýra í međallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragđ og bygging í nokkuđ góđu jafnvćgi, en komiđ af léttasta skeiđi og minna vín en Faustino I 1996, Coto de Imaz 1996, Baron de Ley 1996 og Muriel 1996. Kostar 1890 í Ríkinu.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.
Matur og drykkur | Breytt 29.7.2007 kl. 00:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 23:41
Muriel Gran Reserva 1994
Dökkur ávöxtur, brennisteinn, apótekaralakkrís, tóbak, vanilla, gamalt hey, eik og ţurrkađar apríkósur. Frekar bragđstekt en ekki ávaxtaríkt, tunnubragđiđ (eikarspýta, vanilla, lakkrís) í forgrunni. Međalfylling og tiltölulega langt eftirbragđ međ ţurrkuđum apríkósum, gömlu heyi og reyk, mjúkt. Ţurrt međ stamri slikju, sýra í međallagi. Jafnvćgi ekki sérstaklega gott í byrjun, tunnan of áberandi í samanburđi viđ ávöxt og ertir tunguna svipađ og brennisteinn á brenndri eldspýtu, en jafnar sig viđ ađ standa í opinni flösku ca. 2 tíma og venst vel á tungu. Í fyrstu virđist ţetta minna vín en Faustino I 1996, Coto de Imaz 1996 og Baron de Ley 1996, en ţegar ţađ hefur fengiđ ađ jafna sig koma fínlegri tónar eins og ţurrkađar apríkósur betur fram og ţađ fer ađ örla á appelsínum og gömlum leđurmublum. Mjög gott vín, kostar 1990 í Ríkinu, góđ kaup.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.
Matur og drykkur | Breytt 29.7.2007 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 23:37
Baron de Ley Gran Reserva 1996
Dökkur ávöxtur, apótekaralakkrís, hrakiđ hey, tóbak, eik, brennisteinn, reykur og örlítill keimur af viđarolíu og leđri. Bragđstyrkur í tćpu međallagi og tunnan (lakkrís, eikarspýta) skyggir dáldiđ á ávöxtinn í byrjun, en venst vel á tungu. Međalfylling, tiltölulega langt eftirbragđ međ lakkrís, hlöđu og reyk og jafnvel ţurrkuđum apríkósum, silkimjúkt. Ţurrt, sýra í tćpu međallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragđ og bygging ágćtu jafnvćgi ţó nokkuđ skorti á ávöxt og sýru. Hefur gott af ţví ađ standa, jafnvćgiđ batnar og elegansinn kemur betur fram. Nokkuđ gott matarvín, en fremur milt bragđiđ og og tćp sýran ţola ekki mjög sterkan mat eđa feitar sósur. Prófađ međ fitusprengdu nautakjöti, einfaldri nautakraftssósu, bökuđum kartöflum og steikri papriku og stóđ sig bara vel. Flott vín, kostar 2090 kr. í Ríkinu, góđ kaup.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.
28.7.2007 | 22:52
Coto de Imaz, Gran Reserva, 1996
Dökk, ţroskuđ kirsuber, leđur, tóbak, lakkrís, hey, nýopnuđ vanillustöng. Ávaxtaríkt, bragđsterkt. Rúm međalfylling, langt eftirbragđ međ jarđartónum og tjörukeim. Góđ sýra gefur ferskan blć, ţurrt. Jafnvćgi í byggingu. Er sennilega á toppinum núna, ávöxtur ekkert farinn ađ gefa eftir. Ávaxtaríkara en Faustino I 1996, en hefur ekki sama virđulega sveitasetursstílinn, blautan hnakk og olíubornar gamlar mublur. Drekkist viđ 16-18°C, alls ekki of heitt. Mjög gott, kostar 1890 kr í Ríkinu, góđ kaup.
Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)