Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Gömul og góđ Riojavín

Hvar fć ég gömul, mjúk, ţroskuđ og fáguđ rauđvín međ áhugavert samsett bragđ, ágćta fyllingu, gott jafnvćgi og ţćgilegt, tiltölulega langt eftirbragđ? Svar: T.d. í Bordeaux, Búrgúndí eđa Piemonte fyrir 3 - 7 ţúsund kall, eđa í gamla, góđa Rioja-hérađinu fyrir ca. 2 ţúsund kall. Mér vitrađist ţetta ţegar ég opnađi flösku af Faustino I 1996 fyrir nokkrum vikum og ákvađ ţá ađ kanna fleiri vín af sama tagi. Niđurstađan er sú ađ ţađ séu einstaklega góđ kaup í Gran Reserva vínum frá Rioja af árgöngunum 1994, 1995 og 1996.

 Ég mćli međ eftirfarandi vínum:

Njóta sín best fremur köld, 16-18°C og passa vel međ grilluđu lambakjöti eđa nautakjöti, en sósur og annađ međlćti verđur ađ vera einfalt, t.d. sveppir og paprika, ekki feitar sósur eđa salatsósur međ ediki eđa balsamic.   

Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ, flokkun: Gran Reserva


Marqués de Arienzo Gran Reserva 1996

Dökk, ţroskuđ ber, gamalt hey og lakkrís. Ávöxturinn farinn ađ dofna en tunnan ekki yfirskyggjandi. Frekar milt. Létt fylling, fariđ ađ mjókka á tungu, međallangt eftirbragđ međ keim af ţurrkuđum apríkósum. Ţurrt, sýra í međallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragđ og bygging í nokkuđ góđu jafnvćgi, en komiđ af léttasta skeiđi og minna vín en Faustino I 1996, Coto de Imaz 1996, Baron de Ley 1996 og Muriel 1996. Kostar 1890 í Ríkinu.

Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.


Muriel Gran Reserva 1994

Dökkur ávöxtur, brennisteinn, apótekaralakkrís, tóbak, vanilla, gamalt hey, eik og ţurrkađar apríkósur. Frekar bragđstekt en ekki ávaxtaríkt, tunnubragđiđ (eikarspýta, vanilla, lakkrís) í forgrunni. Međalfylling og tiltölulega langt eftirbragđ međ ţurrkuđum apríkósum, gömlu heyi og reyk, mjúkt. Ţurrt međ stamri slikju, sýra í međallagi. Jafnvćgi ekki sérstaklega gott í byrjun, tunnan of áberandi í samanburđi viđ ávöxt og ertir tunguna svipađ og brennisteinn á brenndri eldspýtu, en jafnar sig viđ ađ standa í opinni flösku ca. 2 tíma og venst vel á tungu. Í fyrstu virđist ţetta minna vín en Faustino I 1996, Coto de Imaz 1996 og Baron de Ley 1996, en ţegar ţađ hefur fengiđ ađ jafna sig koma fínlegri tónar eins og ţurrkađar apríkósur betur fram og ţađ fer ađ örla á appelsínum og gömlum leđurmublum. Mjög gott vín, kostar 1990 í Ríkinu, góđ kaup.

Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.


Baron de Ley Gran Reserva 1996

Dökkur ávöxtur, apótekaralakkrís, hrakiđ hey, tóbak, eik, brennisteinn, reykur og örlítill keimur af viđarolíu og leđri. Bragđstyrkur í tćpu međallagi og tunnan (lakkrís, eikarspýta) skyggir dáldiđ á ávöxtinn í byrjun, en venst vel á tungu. Međalfylling, tiltölulega langt eftirbragđ međ lakkrís, hlöđu og reyk og jafnvel ţurrkuđum apríkósum, silkimjúkt. Ţurrt, sýra í tćpu međallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragđ og bygging ágćtu jafnvćgi ţó nokkuđ skorti á ávöxt og sýru. Hefur gott af ţví ađ standa, jafnvćgiđ batnar og elegansinn kemur betur fram. Nokkuđ gott matarvín, en fremur milt bragđiđ og og tćp sýran ţola ekki mjög sterkan mat eđa feitar sósur. Prófađ međ fitusprengdu nautakjöti, einfaldri nautakraftssósu, bökuđum kartöflum og steikri papriku og stóđ sig bara vel. Flott vín, kostar 2090 kr. í Ríkinu, góđ kaup.

Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ. 


Coto de Imaz, Gran Reserva, 1996

Dökk, ţroskuđ kirsuber, leđur, tóbak, lakkrís, hey, nýopnuđ vanillustöng. Ávaxtaríkt, bragđsterkt. Rúm međalfylling, langt eftirbragđ međ jarđartónum og tjörukeim. Góđ sýra gefur ferskan blć, ţurrt. Jafnvćgi í byggingu. Er sennilega á toppinum núna, ávöxtur ekkert farinn ađ gefa eftir. Ávaxtaríkara en Faustino I 1996, en hefur ekki sama virđulega sveitasetursstílinn, blautan hnakk og olíubornar gamlar mublur. Drekkist viđ 16-18°C, alls ekki of heitt. Mjög gott, kostar 1890 kr í Ríkinu, góđ kaup.

Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ.


Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband