Leita í fréttum mbl.is

Baron de Ley Gran Reserva 1996

Dökkur ávöxtur, apótekaralakkrís, hrakið hey, tóbak, eik, brennisteinn, reykur og örlítill keimur af viðarolíu og leðri. Bragðstyrkur í tæpu meðallagi og tunnan (lakkrís, eikarspýta) skyggir dáldið á ávöxtinn í byrjun, en venst vel á tungu. Meðalfylling, tiltölulega langt eftirbragð með lakkrís, hlöðu og reyk og jafnvel þurrkuðum apríkósum, silkimjúkt. Þurrt, sýra í tæpu meðallagi, tannín mjúk og ekki áberandi. Bragð og bygging ágætu jafnvægi þó nokkuð skorti á ávöxt og sýru. Hefur gott af því að standa, jafnvægið batnar og elegansinn kemur betur fram. Nokkuð gott matarvín, en fremur milt bragðið og og tæp sýran þola ekki mjög sterkan mat eða feitar sósur. Prófað með fitusprengdu nautakjöti, einfaldri nautakraftssósu, bökuðum kartöflum og steikri papriku og stóð sig bara vel. Flott vín, kostar 2090 kr. í Ríkinu, góð kaup.

Rauðvín, Spánn, Rioja-hérað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggið

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband