Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2007

Prunotto Barbaresco 2000

Leđur, tóbak og sveit. Mjúk međalfylling og langt eftirbragđ međ tjörukeim. Áfengt og fremur ţurrt, örlítiđ stamt, sýra í međallagi, eik ekki áberandi, sprittiđ kemur soldiđ í gegn, en allt í góđu jafnvćgi. Ávöxtur ógreinilegur og fjólurnar sem mađur vonast til ađ finna í svona víni hafa sennilega veriđ gefnar öđrum. Hvorki bragđsterkt né öflugt, en ţokkafullt og glóđin sem ţađ skilur eftir í munni lyftir ţví um ţrep. Kostar 2790 kr. í Ríkinu.

 Rauđvín, Ítalía, Piemonte-hérađ, Barbaresco-svćđi.


Tommasi Ripasso 2004

Kirsuber, leđur og fjós. Frekar bragđsterkt, áberandi beiskjublćr örlar á sćtu, ákveđin sýra, mjúk tannín, ennţá dálítiđ stamt, en í heildina í góđu jafnvćgi. Međalfylling, góđur eftirkeimur. Tilbúiđ til drykkju ţrátt fyrir ungan aldur, ćtti samt ađ ţola nokkur ár í viđbót. Beiskjan og sýran vinna vel međ mat, mér dettur í hug speltpizza međ geitosti og hvílauk, en ćtti líka ađ geđjast ţeim sem fíla gráđost, brauđsúpu og skötu. Líka fínt sem nammivín, ekki ţó á sólpallinn, frekar í lágvćrt spjall í veiđkofanum eftir kalsadag í sjóbirtingi. Međ betri kaupum í Ríkinu, kostar 1850 kr.

Rauđvín, Ítalía, Veneto-hérađ, Valpolicella Classico-svćđi    


Châteauneuf-du-Pape La Bernadine 2004

Krćkiberja- og lyngtónar og tjöru- eđa lakkrískeimur. Góđ fylling og langt, örlítiđ kryddađ eftirbragđ. Smellpassar međ íslensku lambi elduđu međ miklum hvítlauk og kryddjurtum. Gengur líka vel međ ólífu-hvítlaukssnakki og ţroskuđum, hörđum ostum. Áfengt, fremur ţurrt, sýruríkt og passlega beiskt og hefur ţessvegna góđa beinabyggingu, en er ennţá of stamt og vantar margslunginn fínleika sem bara fćst međ margra ára íhugun í dimmri geymslu. Mćli međ umhellingu ef drekka á međ mat. Kostar 3.290 kr í Ríkinu.

Rauđvín, Frakkland,  Rhône-dalur, Cháteauneuf-du-Pape svćđi.

 


Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband