Leita í fréttum mbl.is

Rosemount Cabernet Sauvignon Show Reserve 1999

Coonawarra-svćđiđ í Suđur-Ástralíu er frćgt fyrir ađ gefa af sér góđ rauđvín úr Cabernet Sauvignon-ţrúgunni. Svćđiđ er 15 kílómetra langur og kílómetersbreiđur lágur kalksteinsás hulinn rauđum, járnríkum jarđvegi. Góđar vonir voru bundnar viđ 1999 árganginn, hrávínin voru litsterk, bragđmikil, međ dökkan ţroskađan ávöxt, og ţétt og mjúk tannín, góđa sýru og fremur mikiđ áfengismagn. Hér var kominn árgangur sem átti ađ vera ţess virđi ađ ţroska lengi í dimmum kjallara.....Popp! Nú eru liđin 8 ár og komin tími til ađ tékka á ţessu. Liturinn er orđinn múrsteinsrauđur. Bragđiđ frekar sterkt og margslungiđ og vel saman runniđ: Ţroskuđ sólber, leđur, dökkt súkkulađi og sveppir og fínlegur keimur af  lakkrís, fjólum, appelsínum og reyk (eins og af grasi á báli). Gott jafnvćgi milli tunnu og ávaxtar. Örlítiđ sćtt, sýra í tćpu međallagi, engin beiskja. Tćp međalfylling, mjúkt, en hvorki ţykkt né höfugt. Međallangt eftirbragđ. Komiđ ađeins fram yfir hámark, ávöxtur og fylling farin ađ dofna, en bragđiđ orđiđ flóknara og jafnvćgiđ betra. Frekar nammivín en matarvín finnst mér. Prófađi ţađ međ rocquefort-osti sem var innan seilingar og ţótti gott. Sennilega vegna ţess ađ ţađ er ákveđinn sveppakeimur af víninu líka. Merkilegast ţótti mér ţó dimmrautt botnfalliđ flöskunni og brákin sem líkist helst mýrarrauđa á hálftómu glasi daginn eftir. Járniđ í rauđu moldinni í Coonawarra hafđi fylgt víninu alla leiđ. Mjög gott, ber aldurinn međ reisn. Kostar 2.200 kr. í Ríkinu, góđ kaup.

Rauđvín, Suđur-Ástralía, Coonawarra-svćđi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband