Leita í fréttum mbl.is

Faustino I 1996

Svört kisrsuber, krćkiber, blautur hnakkur, píputóbak, heystabbi í útmánuđi, olíuborinn mahogniviđur... runniđ saman í eina heild sem minnir á menningarlegt sveitasetur eđa klaustur, jafnvel Flateyjarbók. Mikil fylling, langt eftirbragđ međ dimmum jarđartónum. Ţriggja ára geta vín veriđ fersk, frökk og falleg, en ţegar vel gerđ vín úr góđum árgangi eru farin ađ nálgast fermingaraldur verđur til eitthvađ nýtt sem lyftir ţeim í ćđra veldi. Ávöxtunarkrafa víniđnađarins otar ađ okkur alls kyns ungum tískuvínum. Ţađ getur veriđ skemmtilegt og tilbreytingarríkt, en viđ ćttum ekki ađ láta ţađ rugla okkur í ríminu og gleyma ţví hvađ ţroskuđ eđalvín eru fáguđ og góđ (vandinn er bara sá hvađ ţau eru fjandi dýr). Hugurinn hvaflar til Gunnars Gunnarsonar og Skriđuklausturs (ég man nú reyndar ekki hvort gamli mađurinn smakkađi ţađ yfirhöfuđ). Faustino I 1996 er ţví himnasending, Château Ausone á tilbođi í Bónus. Silkimjúkt, ţurrt, sýruríkt og ferskt. Međ ţessu víni ţarf ađ vanda valiđ á matnum. Ég mćli međ grilluđu frampartsfilleti (eđa eins og ameríkaniserađir kjötiđnađarmenn vorra daga segja: lamba rib eye. Hvar eru nú orđanefndirnar!?). Krydda vel međ sjávarsalti og nýmöluđum svörtum pipar og sleppa öllu öđru međlćti nema kannski smá flís af hvítlaukssmjöri. Besta vín sem ég hef smakkađ á árinu. Kostar 1990 í Ríkinu, frábćr kaup.

Rauđvín, Spánn, Rioja-hérađ, flokkun: Gran Reserva  

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Steinar Þór Guðlaugsson

Um bloggiđ

Vín í Ríki og Fríhöfn

Umsagnir um vín sem fást í Ríkinu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband